Öskudagurinn í myndum
Starfsmenn í Stjörnugróf og Ási vinnustofu settu upp hatt í tilefni öskudagsins, nokkrir bættu um betur og mættu í búning – hér eru myndirnar í tveimur albúmum. Auðlesinn texti: Hér eru myndir frá ösku-deginum.
Starfsmenn í Stjörnugróf og Ási vinnustofu settu upp hatt í tilefni öskudagsins, nokkrir bættu um betur og mættu í búning – hér eru myndirnar í tveimur albúmum. Auðlesinn texti: Hér eru myndir frá ösku-deginum.
Auðlesinn texti neðar á síðunni Tveir starfsmenn Áss vinnustofu, Sunna Ósk Stefánsdóttir og Júlíus Pálsson, luku nýverið vinnustofu í stafrænni sögugerð. Vinnustofan var haldin í Vilnius í Litháen vikuna 24.-31. janúar og fóru tveir leiðbeinendur á vegum styrktarfélagsins, Brynjar Hans Lúðvíksson og Heba Bogadóttir, með í för. Þessi vinnustofa var önnur af þremur áætluðum í … Read more
Starfsmenn í Stjörnugróf héldu stórgott þorrablót fyrir viku síðan. Þar var meðal annars boðið uppá þorramat, samsöng, myndavegg og hrútaþukl. Myndirnar tala sínu máli – sjá hér fyrir neðan Auðlesinn texti: Hér eru myndir frá þorra-blóti Bjarkarás og Lækjarás
Vegna utankomandi aðstæðna, veðurs og akstursþjónustu, verða vinnustaðir félagsins í Ögurhvarfi og Stjörnugróf lokaðir á morgun föstudaginn 14.febrúar. Auðlesinn texti: Á morgun er engin vinna út af vondu veðri.
Í gegnum tíðina hefur Ás vinnustofa fengið mikið af ýmis konar textíl- og vefnaðarvörum gefins frá velunnurum sínum. Hlutir sem þjóna ekki lengur tilgangi hjá fyrri eigendum hafa í höndum starfsmanna Áss orðið upphaf að nýjum og spennandi verkefnum. Við látum umhverfis- og endurvinnslumál okkur mikið varða og því varð nýtt verkefni að veruleika í … Read more
Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja felur í sér að fyrirtæki leggja sitt að mörkum til sjálfbærrar þróunar efnahagslífsins og samfélagsins í heild á breiðum forsendum. Fyrirtæki sem kaupa þjónustu af Ási styrktarfélagi sinna samfélagslegri ábyrgð með því að tryggja að fólk með fötlun hafi fjölbreytt verkefni í sinni vinnu. Í Ögurhvarfi er Ás vinnustofa sem skiptist upp … Read more