Saga úr gróðurhúsinu

Þrátt fyrir að starfsemin hjá Ási sé með öðru móti en venjulega þá eigum við von um betri tíð. Svava garðyrkjufræðingur í gróðurhúsi félagsins við Bjarkarás er á þessum skrýtnu tímum að huga að forræktun, sáningu og undirbúningi fyrir sumarið. Eitt af því sem þarf að græja eru umbúðir utan um söluvöru. Undanfarin ár hefur … Read more

Ás styrktarfélag á afmæli í dag

Í dag eru 62 ár frá því að Ás styrktarfélag var stofnað. Á stofnfund félagsins mættu 200 manns sem samþykktu að félagið yrði stofnað með það að markmiði að fræða almenning og eitt af fyrstu verkefnum félagsins var stofnun dagvistunar fyrir börn sem var fyrsti vísirinn að Lyngás. Margt hefur breyst frá stofnun bæði hvað varðar hlutverk … Read more

Alþjóðlegi Downs-dagurinn

Í dag er Alþjóðlegi Downs-dagurinn með það að markmiði að auka vitund og minnka aðgreiningu. Til hamingju með daginn og upp með marglitu sokkana til að minna á fjölbreytileikann !

Kveðja frá Ási styrktarfélagi

Við viljum þakka öllum fyrir það umburðarlyndi og æðruleysi sem þeir hafa sýnt í því ástandi sem við erum að glíma við. Við gerum okkur grein fyrir því að það reynist mörgum erfitt að breyta daglegri rútínu. Vikan hefur gengið vel hjá okkur. Við höfum getað tekið á móti þeim sem eru í mestri þörf … Read more

Frestun aðalfundar um óákveðinn tíma

Stjórn félagsins hefur ákveðið að fresta aðalfundi félagsins sem fyrirhugaður var miðvikudaginn 25.mars um óákveðinn tíma vegna aðstæðna. Nýr fundartími fyrir aðalfund verður auglýstur síðar með lögmætum fyrirvara. Auðlesinn texti:  Aðal-fundi verður frestað.  Við auglýsum nýjan fundar-tíma seinna.

Fréttir frá félaginu úr Vinnu og virkni

Síðustu daga hefur stýrihópur um áfallaáætlun fundað daglega um stöðu mála. Aðstandendur og tenglar starfsmanna hafa fengið upplýsingar frá forstöðumönnum sendar til sín í framhaldinu. Enn sem komið er gengur vel og ekki hefur komið upp smit í okkar röðum. Við erum þakklát fyrir það. Í morgun bárust nýjar upplýsingar frá æðstu stjórnendum landsins. Samkomubann … Read more

Aðalfundur

Uppfærð frétt – fundi frestað ótímabundið. Ás styrktarfélag heldur aðalfund sinn miðvikudaginn 25. mars 2020 kl. 17:00 í Ögurhvarfi 6 Kópavogi. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar. Félagar og annað áhugafólk velkomið. Stjórnin. Auðlesinn texti:  Aðal-fundur Áss verður miðvikudag 25.mars klukkan fimm (17.00) í Ási vinnustofu.

Kóróna-veiran Covid-19 á auðlesnu máli

Landsamtökin Þroskahjálp ásamt embætti landlæknis og heilbrigðis-ráðuneytinu bjuggu til kynningu á auðlesnu máli um Covid-19. Allir eiga rétt á að fá góðar og réttar upplýsingar Ef þú ýtir á þessa línu þá getur þú lesið kynninguna

Lokanir til verndar viðkvæmum hópum

Stýrihópur félagsins um áfallaáætlun hefur tekið ákvörðun um að loka tímabundið starfsstöðvum félagsins í dagþjónustu og Vinnu og virkni frá og með mánudeginum 9. mars. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni vegna COVID-19 veirunnar og er ákvörðun um lokun starfsstöðva tekin með hliðsjón af því . Allir hlutaðeigandi verða látnir … Read more

Aðgerðir vegna COVID-19

Stýrihópur um áfallaáætlun hefur fundað reglulega eftir að almannavarnir lýstu yfir hættuástandi vegna COVID-19 kórónaveirunnar. Stýrihópurinn hefur tekið ákvörðun um að stoppa flæði milli húsa, svæða og virkni tilboða í Vinnu og virkni hjá Ási vinnustofu, Bjarkarási, Lækjarási, Lyngási og Smíkó frá og með deginum í dag. Þetta er gert til að draga úr smithættu, starfsemi okkar … Read more

×
Dekkjaleitarvél
Felguleitarvél

Dekkjaleitarvél

Felguleitarvél