Aðalfundur 2020

Aðalfundur félagsins var haldinn þriðjudaginn 26. maí í Ögurhvarfi 6. Þessi 62. aðalfundur var að nokkru leyti með óhefðbundnu sniði vegna covid-19. Samkvæmt lögum félagsins skal halda aðalfund í mars og var boðað til hans þá. Í ljósi aðstæðna var ákveðið að fresta aðalfundinum og boða annan fund þegar afléttingar á samkomubanni tækju gildi. Við … Read more

Guðrún Bergsdóttir með einkasýningu í Safnasafninu

Guðrún Bergsdóttir útsaumslistamaður og starfsmaður Áss til rúmlega 25 ára verður með einkasýningu á verkum sínum í Safnasafninu á Svalbarðaströnd í Eyjafirði í sumar. Sýningin opnar 06.júní og stendur út sumarið. Margrét M. Norðdahl skrifaði grein á vefsíðunni Artzine þar sem hún fjallar um feril Guðrúnar í listsköpun. Þar má skoða myndir af völdum verkum … Read more

Tilslakanir í Vinnu og virkni

Frá og með næstu viku munum við gera enn frekari tilslakanir í sóttvarnarráðstöfunum í Ási vinnustofu, Bjarkarás, Lækjarás og Smíkó. Markmið okkar er áfram að verja þá sem eru í áhættuhópi gegn smiti og jafnframt að koma í veg fyrir útbreiðslu smits meðal starfsfólks Áss. Starfsemin mun færast í eðlilegt horf að mestu leyti en … Read more

Áminning

Við minnum félagsmenn á aðalfund félagsins sem verður haldinn á morgun þriðjudag 26.05. kl 17.00 í Ögurhvarfi 6. Á fundinum verða gildandi tilmæli heilbrigðisráðherra virt. Fundurinn verður haldinn í rými þar sem hægt er að framfylgja bæði 2 metra fjarlægðarreglu og að hámarki munu 50 manns koma saman. Ef fjöldi fundagesta fer yfir 50 manns … Read more

Hvað gerðist eftir 04.maí ?

Fyrstu dagarnir í vinnu og virkni starfsstöðvum í Ási vinnustofu, Bjarkarás, Lækjarás og Smíkó hafa gengið vel. Öllum starfsmannahópnum er skipt upp í smærri aðskilda sóttvarnarhópa og markvisst unnið með að 2ja metra fjarlægð og grundvallarreglur varðandi handþvott og hreinlæti séu virtar. Starfsmenn félagsins hafa tekið breyttum aðstæðum með æðruleysi og staðið sig mjög vel … Read more

Aðalfundur

Ákveðið hefur verið að halda aðalfund félagsins þriðjudaginn 26.maí kl 17.00 í Ögurhvarfi 6. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundastörf og hvetjum við félagsmenn til að mæta. Fundinn var upphaflega boðaður 25.mars en var frestað vegna útbreiðslu Covid-19. Á fundinum verða gildandi tilmæli heilbrigðisráðherra virt. Fundurinn verður haldinn í rými þar sem hægt er að framfylgja … Read more

×
Dekkjaleitarvél
Felguleitarvél

Dekkjaleitarvél

Felguleitarvél