Leiðbeiningar vegna heimsókna á heimili á tímum Covid-19

Í ljósi þess að smit hafa aukist, bæði innanlands og með farþegum sem koma erlendis frá þá viljum við koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri. Fólk sem hefur verið erlendis er beðið um að heimsækja ekki íbúa á heimili fyrr en 14 dögum eftir komu til landsins. Þetta á einnig við um þá sem hafa fengið … Read more

Tilslakanir í sóttvörnum á vinnustöðum vegna Covid-19

Í dag eru 10 dagar frá því að við gerðum enn frekari tilslakanir í sóttvörnum vegna Covid -19. Enn er lögð áhersla á góðar sóttvarnir: handþvott, almennt hreinlæti og að tryggja 2ja metra nándarmörk eins og hægt er. Frá og með 15.júní voru tekin niður skilti um að heimsóknir væru bannaðar á vinnustaðina okkar eins … Read more

Myndir frá pop-up úti markaði

Við erum ánægð með hvað við fengum góða mætingu á pop-up markaðinn. Salan fór fram úr björtustu vonum og til þess er leikurinn gerður – með því að versla vörur á pop-up markaði og í versluninni tryggið þið að fatlað fólk hafi fjölbreytt verkefni í sinni vinnu. Hér eru nokkrar myndir frá deginum.

Opnun sýningar Snorra Ásgeirssonar í Gerðubergi

Föstudaginn 12.júní var haldin opnun á yfirlitssýningu Snorra Ásgeirssonar í Gerðubergi. Ilmur Dögg Gísladóttir opnaði sýninguna með stuttri kynningu. Því næst hélt Halldór Ásgeirsson sýningastjóri stutta tölu og ræddi listferil Snorra og kynnti útgáfu bókar um listamanninn. Að lokum var skálað honum til heiðurs. Á sýningunni sýnir Snorri teikningar sínar frá síðustu 10 árum ásamt … Read more

Pop-up útimarkaður

Við verðum með útimarkað þriðjudaginn 16.júní milli 13.30 og 15.30 í Ögurhvarfi 6. Þar verður selt handverk unnið í Ási vinnustofu, Bjarkarási, Lækjarási og Smíkó og grænmeti úr gróðurhúsinu. Við bjóðum gamlar gersemar en sömuleiðis nýjar vörur sem við höfum gert á síðustu mánuðum. Það má sjá sýnishorn af nýjum vörum hér fyrir neðan. Með … Read more

Snorri Ásgeirsson með yfirlitssýningu í Gerðubergi

Snorri Ásgeirsson listamaður og starfsmaður styrktarfélagsins í rúm 30 ár verður með yfirlitssýningu í Gerðubergi dagana 13. júní til 23. ágúst. Á sýningunni má sjá úrval af verkum síðustu 10 ára en á þessu tímabili hefur list hans þróast og víkkað til muna. Myndheimur Snorra er dulur og næmur eins og hann sjálfur. Þar sjást hulduhólar þar … Read more

Sumarið er komið og við fórum í veiði

Fimmta árið í röð bauð Stangveiðifélag Reykjavíkur og Orkuveitan starfsmönnum í Stjörnugróf í Elliðaárnar og í þetta skiptið bar vel í veiði því það komu 2 silungar á færið. Eins og sést á myndunum þá nutu starfsmenn veiðinnar, veðursins og veitinganna og færum við bestu þakkir fyrir.

Listamenn í Ási

Hjá Ási styrktarfélagi vinnur fólk með margskonar áhugamál og ástríðu. Við viljum varpa ljósi á nokkra starfsmenn sem hafa unnið að listsköpun samhliða störfum hjá félaginu en á síðasta ári voru 8 starfsmenn þátttakendur í Vinnustofu Myndlistaskóla Reykjavíkur. Vinnustofan er sérsniðin að þörfum hvers og eins. Þar er bæði hægt að vinna sjálfstætt undir handleiðslu … Read more

Árgjöld til félagsmanna

Árgjöld ættu nú að birtast félagsmönnum Áss í heimabanka þeirra. Seðlar verða ekki sendir út eins og fyrri ár. Félagið er opið einstaklingum sem stuðla vilja að framgangi allra hagsmunamála skjólstæðinga þess. Fjöldi félagsmanna skiptir máli hvað varðar áhrif Áss vegna aðildar að Öryrkjabandalaginu og Þroskahjálp. Félagsgjaldið var ákveðið af aðalfundi í maí og helst … Read more

×
Dekkjaleitarvél
Felguleitarvél

Dekkjaleitarvél

Felguleitarvél