Sóttvarnarráðstafanir vegna Covid19

Seinustu þrjár vikur hefur starfsemi félagsins hlýtt gildandi takmörkunum Almannavarna sem lesa má með því að ýta hér. Við gerum ráð fyrir að svipað fyrirkomulag verði áfram þar sem enn er töluverður fjöldi fólks að smitast af Covid samkvæmt fréttum. Með því að ýta hér má skoða gagnlega upplýsingasíðu sem Almannavarnarnefnd höfuðborgarsvæðisins hefur tekið saman vegna Covid. Starfsstaðir … Read more

Breytingar á verkefnum stjórnenda í Vinnu og virkni

Á síðustu vikum hafa orðið nokkrar breytingar á verkefnum stjórnenda í Vinnu og virkni. Heba Bogadóttir þroskaþjálfi tók við starfi forstöðumanns í Stjörnugróf í ágúst. Heba hóf störf hjá félaginu 1990. Hún starfaði lengst af á Lyngási, var forstöðumaður í búsetu á Háteigsvegi og yfirþroskaþjálfi í Stjörnugróf frá 2013. Herdís Halla Ingimundardóttir tók við stöðu yfirþroskaþjálfa í … Read more

Helga Matthildur Viðarsdóttir listamaður List án landamæra 2020

Í dag var tilkynnt hver væri næsti listamaður listahátíðarinnar List án landamæra 2020. Í ár er það Helga Matthildur Viðarsdóttir, starfsmaður Áss og óskum við henni hjartanlega til hamingju með þann heiður. Fyrsta einkasýning á verkum Helgu Matthildar verður opnuð í Listasal Mosfellsbæjar föstudaginn 23. október 2020 og verður opin til 13. nóvember 2020. Hér … Read more

Haustmarkaðurinn heppnaðist vel

Starfsmenn gróðurhússins sendir sínar bestu kveðjur og þakka fyrir góðar viðtökur á breyttum haustmarkaði. Allir virtu 2 metra regluna og margir létu sjá sig. Það verður spennandi að sjá hvað verður á næsa ári en þá verður vonandi meiri markaðsstemning og fleiri vörur seldar. Við minnum á að með því að versla vörur úr gróðurhúsi … Read more

Haustmarkaður gróðurhússins í Ási vinnustofu

Við þökkum frábær viðbrögð við fyrri haustmarkaðinum okkar við gróðurhúsið í Stjörnugróf í síðustu viku. Pokarnir seldust upp, geri aðrir betur. Við erum að undirbúa seinni markaðinn. Bjóðum starfsmenn og aðstandendur í Ási vinnustofu velkomin við innganginn í Ögurhvarfi milli 13.00 og 15.00 fimmtudaginn 03.september og minnum alla á gæta vel að sóttvörnum og fjarlægðarviðmiðum.

×
Dekkjaleitarvél
Felguleitarvél

Dekkjaleitarvél

Felguleitarvél