Myndir úr verslun og páskakveðjur

Ás styrktarfélag óskar öllum gleðilegra páska. Ef ekki hefði komið til hertra sóttvarnaraðgerða í síðustu viku þá hefðum við hvatt ykkur til að koma við í versluninni Ásar til að versla páskavörur og um leið styðja við að fólk með fötlun hafi fjölbreytt verkefni í sinni vinnu. Í staðinn bjóðum við upp á myndir af vörum sem við höfum … Read more

Hertar sóttvarnaraðgerðir í Vinnu og virkni – tímabundin lokun

Á miðnætti ganga í  gildi hertari reglur varðandi samkomur fólks til að hefta útbreiðslu Covid-19. Þau atriði sem varða okkur hvað mest er samkomubannið sem kveður á um að ekki megi fleiri en 10 manns koma saman í einu. Við munum því þurfa að endurskipuleggja starfsemina í samræmi við þessar reglur. Forstöðumenn í Vinnu og … Read more

Ás styrktarfélag á afmæli í dag

Í dag eru 63 ár frá því að Ás styrktarfélag var stofnað. Á stofnfund félagsins mættu 200 manns sem samþykktu að félagið yrði stofnað með það að markmiði að fræða almenning og eitt af fyrstu verkefnum félagsins var stofnun dagvistunar fyrir börn sem var fyrsti vísirinn að Lyngás. Frekari upplýsingar um sögu félagsins má finna með því … Read more

Frestun aðalfundar fram til 19.maí

Stjórn félagsins hefur ákveðið að fresta aðalfundi félagsins sem fyrirhugaður var fimmtudaginn 25.mars vegna gildandi takmarkana á samkomum. Nýr fundartími er miðvikudagur 19. Maí. Fundurinn hefst kl. 17.00 og verður haldinn í Ögurhvarfi 6

Smiðjan í Ási vinnustofu

Á svæði tvö í Ási vinnustofu er boðið upp á fjölbreytt skapandi starf en þar er til húsa kertagerð og smiðja. Í smiðjunni er unnið í leir, mósaík, myndlist og ýmsu fleira en hér má sjá nokkrar myndir sem hafa verið teknar á síðustu dögum af því starfi sem þar fer fram. Mikið að því sem er … Read more

×
Dekkjaleitarvél
Felguleitarvél

Dekkjaleitarvél

Felguleitarvél