Staðan á sóttvarnaraðgerðum

Á þriðjudag (25.maí) tóku gildi nýjar sóttvarnarreglur sem gilda til 16.júní. Hámarksfjöldi einstaklinga sem má koma saman í einu rými eru 150. Sóttvarnarhólfin sem við höfum haldið í starfsemi vinnustaða félagsins hafa stækkað en ákveðið var að aðskilja áfram Bjarkarás og Lækjarás sem sitthvort sóttvarnarhólfið. Grímuskylda er enn óbreytt á vinnustöðum félagsins þar sem ekki er hægt … Read more

Aðalfundur 2021

63. aðalfundur félagsins var haldinn miðvikudaginn 19. maí í Ögurhvarfi 6. Enn komu sóttvarnarráðstafanir vegna heimsfaraldursins Covid-19 í veg fyrir að aðalfundur væri haldinn í mars. Eftir að samkomutakmarkanir voru rýmkaðar var ákveðið að halda fund en jafnframt bjóða upp á streymi í gegnum fjarfundarforritið Zoom sem gafst vel og fundargestir nýttu sér. Við undirbúning var … Read more

Fjarfundartengill á aðalfund

Aðalfundur félagsins verður haldinn í Ögurhvarfi miðvikudaginn 19.maí kl 17.00. Eins og fram hefur komið eru félagsmenn velkomnir á staðinn en hafa sömuleiðis möguleika á því að tengjast inn á fundinn í gegnum Zoom með því að ýta á þennan hlekk. Ef tæknileg vandræði koma upp er velkomið að senda tölvupóst á tora@styrktarfelag.is 

Frelsi til að velja – ráðstefna á netinu

Eins og áður hefur komið fram tekur Ás þátt í Nord+ verkefninu Frelsi til að velja eða Freedom of my choice. Samstarfsaðilar okkar eru Jaunuoliu Dienos Centras í Litháen, Foundation Maarja Village í Eistlandi, Jelgava Local Municipality í Lettlandi og Sensus/Medis 5 í Svíþjóð. Íslenski hópurinn er skipaður af 7 manns sem hafa átt margar … Read more

Áminning – aðalfundur félagsins

Við minnum félagsmenn á aðalfund félagsins sem verður haldinn á miðvikudaginn 19.maí kl 17.00 í Ögurhvarfi 6. Á fundinum verða gildandi tilmæli heilbrigðisráðherra virt. Fundurinn verður haldinn í rými þar sem þægilegt er að framfylgja 2 metra fjarlægðarreglu. Ef sóttvarnarreglur bjóða ekki upp á fundarhald verður fundurinn haldinn rafrænt.

×
Dekkjaleitarvél
Felguleitarvél

Dekkjaleitarvél

Felguleitarvél