Fréttir úr vinnu og virkni

Þrátt fyrir stórfurðulegt starfsumhverfi síðustu mánuði höfum við reynt að halda úti fjölbreyttri dagskrá í vinnu og virknihópum. Virknihóparnir hafa ekki endilega verið eins og lagt var upp með í byrjun en hver er að hugsa um það? Flestir þiggja glaðir þá tilbreytingu sem býðst þessi misserin.

Bókmenntahópur hefur hist vikulega á netinu frá janúar til 1. maí. Mun fleiri hafa getað tekið þátt en ef hann væri staðbundinn. Eins og kom fram í frétt fyrr á árinu. Það sama má segja um Júróvisjon hópana. Kannski hentar þessum hópum að halda fjarfundaforminu áfram?

Starfsfólk hefur farið í endurvinnslu í Fossvogskirkjugarði og Tónstofu Valgerðar eftir því sem sóttvarnarreglur leyfa.

Annað starf hefur verið bundið við hverja starfsstöð eða sóttvarnarhóp. Þar má nefna jógahópa, minningavinnu, snyrtingu, litina, skapandi starf og gróðurhúsið.

Í gróðurhúsinu ætti nú allt að vera iðandi af lífi með starfsfólki frá öllum starfsstöðvum. Þar krefst ræktunin allskonar hæfileika og hefði svo sannarlega verið gott að fá fleiri í verkin nú þegar háannatíminn er genginn í garð. Vonandi verður það hægt innan fárra vikna.

Sumarið er framundan með birtu sína og yl. Það býður upp á spennandi verkefni og mikla útiveru. Við skulum nýta það vel og fylla okkur af góðri orku.

×
Dekkjaleitarvél
Felguleitarvél

Dekkjaleitarvél

Felguleitarvél