Fréttir úr gróðurhúsinu

Allt er í blóma og ræktun lífræns grænmetis og matjurta gengur stórvel.

Svo vel að við höfum ákveðið dag fyrir haustmarkaðinn okkar. Fimmtudaginn 27.ágúst verður markaður svo framarlega sem veðurguðirnir eru með okkur í liði.

Líkt og undanfarin ár verður haustmarkaður þar sem seldar verða matjurtir og grænmeti frá sumrinu, auk vöru úr Versluninni Ásum. Í anda umhverfisstefnu félagsins hvetjum við fólk til að mæta með sínar eigin umbúðir undir vörurnar.

Með fréttinni má sjá mynd af starfsmönnum með afurðum sem eru sendar vikulega til sölu í Fjarðarkaup, Hafnarfirði og Brauðhúsinu, Grímsbæ. Við höfum sömuleiðis selt vörur til veitingastaðarins Nauthóls í Nauthólsvík. Með því að versla við þessa aðila styðjið þið að fólk með fötlun hafi fjölbreytt verkefni í sinni vinnu.

×
Dekkjaleitarvél
Felguleitarvél

Dekkjaleitarvél

Felguleitarvél