Staðan á sóttvarnaraðgerðum

Í okkar kerfi finnum við fyrir auknum smitfjölda og er það farið að hafa áhrif á starfsemina, bæði á heimilunum og í Vinnu og virkni. Á miðnætti taka gildi nýjar sóttvarnaraðgerðir og e rum við að vinna í því að aðlagað starfsemi Áss styrktarfélags að þeim, svo sem með endurskipulagningu sóttvarnarhólfa í Vinnu og virkni. Almennar fjöldatakmarkanir fara … Read more

Laugardagsopnun í verslun Ögurhvarfi

Við minnum á að laugardaginn næsta 27.nóvember verður opið í Versluninni Ásum (í Ögurhvarfi 6)  frá kl 12.00-16.00. Verslunin er full af spennandi handunnum vörum svo sem leirmunum, kertum, trévöru, vefnaði, textíl, handklæðum og jólavörum. Við pössum upp á sóttvarnir og fjöldatakmarkanir og við minnum á að það er grímuskylda hjá okkur. Hlökkum til að … Read more

Gleðileg jól, sóttvarnir og opnunartími um hátíðarnar á vinnustöðum félagsins

Ás styrktarfélag óskar öllum gleðilegra jóla, farsældar á nýju ári og færir þakkir fyrir það liðna. Í ljósi nýjustu takmarkana af Covid-19 faraldrinum þá er skipulagning sóttvarnarhólfa í vinnu og virkni í vinnslu þar sem fjölga verður sóttvarnarhólfum. Opnunartími vinnustaða Áss í Ögurhvarfi og Stjörnugróf eru sem hér segir og á sama tíma er verslunin … Read more

Bleikur dagur í Stjörnugróf og Ási vinnustofu

Á síðasta föstudag klæddust starfsmenn Stjörnugrófar og Áss vinnustofu bleiku. Það gerðu þeir, eins og svo margir aðrir vinnustaðir, til að vekja athygli á öllum þeim konum sem hafa greinst hafa með krabbamein þeim til stuðnings og samstöðu. Stemningin var frábær en hér má sjá nokkrar myndir sem voru teknar.

Skóflustunga tekin að nýjum búsetukjarna við Kirkjubraut á Seltjarnarnesi

Fyrsta skóflustungan að nýjum búsetukjarna fyrir fatlað fólk við Kirkjubraut 20 á Seltjarnarnesi var tekin miðvikudaginn 8. desember. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri, Bjarni Torfi Álfþórsson formaður fjölskyldunefndar og Þóra Þórarinsdóttir framkvæmdastjóri Áss styrktarfélags tóku fyrstu skóflustunguna. Um er að ræða búsetukjarna með sex íbúðum fyrir fatlað fólk ásamt starfsmannarými og er heildarstærð húsnæðisins um 553 m². … Read more

Laugardagsopnun í versluninni Ásum næstu helgi

Þá er komið að þriðju og seinustu opnun á laugardeginum næsta (11.desember) á milli kl 12.00-16.00 í Versluninni Ásum (í Ögurhvarfi 6). Hér fyrir neðan má sjá úrval af þeim vörum sem verða til sölu. Eftir sem áður er opið alla virka daga í versluninni frá kl 09.00-15.30, ef þessar helgaropnanir henta ekki. Við viljum … Read more

Afmælisárið mikla og alþjóðadagur fatlaðs fólks

Í dag, 3.desember, er alþjóðadagur fatlaðs fólks. Hugmyndin á bak við daginn er að varpa ljósi á aðstæður og málefni sem snerta líf fatlaðs fólks. Af því  tilefni viljum við vekja sérstaka athygli því sem að kom fram í stefnuræðu forsætisráðherra í vikunni að á þessu þingi myndi samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verða lögfestur … Read more

Laugardagsopnanir í versluninni framundan

Takk fyrir góð viðbrögð um síðastliðna helgi. Nú endurtökum við leikinn og höfum opið á laugardaginn næsta (04.desember) og þarnæsta (11.desember) á milli kl 12.00-16.00 í Versluninni Ásum (í Ögurhvarfi 6). Hér fyrir neðan má sjá úrval af þeim vörum sem verða til sölu. Eftir sem áður er opið alla virka daga í versluninni frá … Read more

Jólamarkaður Áss styrktarfélags

Vegna sóttvarnartakmarkana hefur verið ákveðið að halda ekki stóran jólamarkað í ár. Í stað þess verða jólaopnanir í versluninni okkar í Ögurhvarfi 6 nokkra daga fram að jólum. Fyrsta opnun verður laugardaginn 27.nóvember kl. 12.00-16.00 og biðjum við alla um að gæta vel að sóttvörnum. Þar sem rýmið er lítið getur fólk átt von á … Read more

×
Dekkjaleitarvél
Felguleitarvél

Dekkjaleitarvél

Felguleitarvél