Aðalfundur

Ákveðið hefur verið að halda aðalfund félagsins þriðjudaginn 26.maí kl 17.00 í Ögurhvarfi 6. Á dagskrá verða venjuleg aðalfundastörf og hvetjum við félagsmenn til að mæta. Fundinn var upphaflega boðaður 25.mars en var frestað vegna útbreiðslu Covid-19. Á fundinum verða gildandi tilmæli heilbrigðisráðherra virt. Fundurinn verður haldinn í rými þar sem hægt er að framfylgja … Read more

Hvað tekur við 04.maí ?

Stjórnendur félagsins hafa síðustu daga skipulagt breytingar á starfsemi Vinnu og virkni og breytingu á heimsóknarbanni á heimilum félagsins vegna tilslökunar á samkomubanni í byrjun maí mánaðar. Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis hafa gefið út leiðbeiningar fyrir velferðarþjónustu sem hægt er að nálgast hér. Starfsmenn í Vinnu og virkni hafa fengið tölvupóst og von er … Read more

Gleðilegt sumar

Ás styrktarfélag óskar öllum gleðilegs sumars. Þessa dagana er unnið að því að skipuleggja hvernig starfsemin fari fram eftir að dregið verður úr takmörkunum á samkomum 04.maí. Forstöðumenn munu upplýsa hlutaðeigandi eins fljótt og kostur er. Við tökum sumrinu fagnandi.

Fréttir frá félaginu úr Vinnu og virkni

Með vorinu sjáum við fram á bjartari tíma. Í gær kynnti heilbrigðisráðherra fyrstu skref í tilslökun á samkomubanni. Frá og með 4. maí mega 50 manns koma saman, þó með 2 metra fjarlægð. Við munum nota næstu daga í að skipuleggja dagþjónustuna í samræmi við þær takmarkanir og upplýsa aðstandendur og tengla um leið og … Read more

Þjónandi leiðsögn hjá félaginu

Trausti Júlíusson þroskaþjálfi fjallar um af hverju þjónandi leiðsögn var innleidd í starfsemi félagsins, hvað hún felur í sér og hvert við stefnum. Þjónandi leiðsögn (e. gentle teaching) hefur á síðustu árum náð mikilli útbreiðslu á Íslandi. Hún var fyrst tekin upp hérlendis á Akureyri snemma á tíunda áratug síðustu aldar og var lengi vel … Read more

Blár dagur og gulur dagur í Ási vinnustofu

Ár hvert mæta starfsmenn í Ási vinnustofu í bláum fötum 02.apríl á alþjóðlegum degi vitundar um einhverfu til að sýna samstöðu en dagurinn er haldinn til að auka þekkingu og skilning almennings á einhverfu. Stuttu fyrir páska mæta starfsmenn í gulum fötum til að skapa stemningu fyrir páskafríi. Í ár mættum við í bláu og … Read more

Fréttir á auðskildu máli frá RÚV

Frétta-stofa RÚV hefur birt fréttir á auðskildu máli í gegnum vef-síðuna sína. Allir eiga rétt á því að fá góðar og réttar upplýsingar. Með því að ýta hér ferðu beint inná frétta-síðuna

Saga úr gróðurhúsinu

Þrátt fyrir að starfsemin hjá Ási sé með öðru móti en venjulega þá eigum við von um betri tíð. Svava garðyrkjufræðingur í gróðurhúsi félagsins við Bjarkarás er á þessum skrýtnu tímum að huga að forræktun, sáningu og undirbúningi fyrir sumarið. Eitt af því sem þarf að græja eru umbúðir utan um söluvöru. Undanfarin ár hefur … Read more

Ás styrktarfélag á afmæli í dag

Í dag eru 62 ár frá því að Ás styrktarfélag var stofnað. Á stofnfund félagsins mættu 200 manns sem samþykktu að félagið yrði stofnað með það að markmiði að fræða almenning og eitt af fyrstu verkefnum félagsins var stofnun dagvistunar fyrir börn sem var fyrsti vísirinn að Lyngás. Margt hefur breyst frá stofnun bæði hvað varðar hlutverk … Read more

×
Dekkjaleitarvél
Felguleitarvél

Dekkjaleitarvél

Felguleitarvél