Þorrablót í Stjörnugróf

Starfsmenn í Stjörnugróf héldu stórgott þorrablót fyrir viku síðan. Þar var meðal annars boðið uppá þorramat, samsöng, myndavegg og hrútaþukl. Myndirnar tala sínu máli – sjá hér fyrir neðan Auðlesinn texti:  Hér eru myndir frá þorra-blóti Bjarkarás og Lækjarás

Lokað á morgun 14.febrúar vegna veðurs

Vegna utankomandi aðstæðna, veðurs og akstursþjónustu, verða vinnustaðir félagsins í Ögurhvarfi og Stjörnugróf lokaðir á morgun föstudaginn 14.febrúar. Auðlesinn texti:  Á morgun er engin vinna út af vondu veðri. 

Umhverfisvænir fjölnota gjafapokar

Í gegnum tíðina hefur Ás vinnustofa fengið mikið af ýmis konar textíl- og vefnaðarvörum gefins frá velunnurum sínum. Hlutir sem þjóna ekki lengur tilgangi hjá fyrri eigendum hafa í höndum starfsmanna Áss orðið upphaf að nýjum og spennandi verkefnum. Við látum umhverfis- og endurvinnslumál okkur mikið varða og því varð nýtt verkefni að veruleika í … Read more

Vinnuverkefni hjá Ási og samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja

Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja felur í sér að fyrirtæki leggja sitt að mörkum til sjálfbærrar þróunar efnahagslífsins og samfélagsins í heild á breiðum forsendum. Fyrirtæki sem kaupa þjónustu af Ási styrktarfélagi sinna samfélagslegri ábyrgð með því að tryggja að fólk með fötlun hafi fjölbreytt verkefni í sinni vinnu. Í Ögurhvarfi er Ás vinnustofa sem skiptist upp … Read more

Velkomin í Verslunina Ása fyrir bóndadaginn

Þá höfum við pakkað niður jólunum í versluninni og erum tilbúin fyrir næstu hátíð. Á föstudag er upphafi þorrans fagnað með bóndadeginum og hvetjum við alla til að koma til okkar, versla vörur og gleðja bóndann með fallegri gjöf. Við eigum hrúta og ýmislegt annað sem sjá má myndum. Auðlesinn texti: Núna eru jólin búin … Read more

Styrkir fyrir myndlistarnámskeiðum

Ás hefur nýverið fengið tvo góða styrki fyrir myndlistarnámskeiðum. Í samstarfi við Myndlistaskólann í Reykjavík verða haldin námskeið á vorönn í Stjörnugróf. Styrkur frá Barnavinafélaginu Sumargjöf verður nýttur til námskeiðs fyrir yngstu börnin í Lyngási. Styrkur frá Mannréttindaráði Reykjavíkurborg verður varið í tvö myndlistanámskeið fyrir fullorðið fólk í vinnu og virkni. Á myndinni má sjá … Read more

Kerti

Á nýju ári er svo mikill kraftur í starfseminni hjá okkur að við erum að klára kertalagerinn. Við hvetjum þá sem eiga kerti aflögu og vilja styðja okkur að koma með kertaafganga á svæði tvö eða á skrifstofuna. Við afþökkum ilmkerti. Á sama tíma gefst tækifæri til að kíkja í Verslunina Ásar og kaupa tuskur … Read more

Gleðilegt nýtt ár og jafnlaunavottun félagsins

Í síðustu frétt ársins tilkynnum við að Ás styrktarfélag hefur fengið vottun frá iCert um að jafnlaunakerfi félagsins uppfylli staðla ÍST 85:2012. Mikil vinna hefur farið fram hjá félaginu á árinu við að innleiða formlegt jafnlaunakerfi sem byggði á eldra óformlegra kerfi. Sú vinna tryggir að sömu laun fáist greidd fyrir sömu eða jafnverðmæt störf … Read more

Garðlist gaf jólaljós

Garðlist gaf Bjarkarási falleg jólaljós í birkitré sem staðsett er fyrir utan gluggann á Lyngási, sem er sérhæft dagvistunarúrræði fyrir langveik börn. Þar eru núna börn sem eiga sökum heilsu sinnar erfitt með að vera úti við. Þau hafa því færri tækifæri til að njóta jólaljósa í skammdeginu. Að hafa falleg jólaljós, sem þau sjá án … Read more

×
Dekkjaleitarvél
Felguleitarvél

Dekkjaleitarvél

Felguleitarvél