Desember í Stjörnugróf

Í desember hafa starfsmenn í Stjörnugróf brotið upp hefðbundna vinnudaga með ýmsum hætti svo sem með söngstund með Hjördísi Geirs og Hafmeyjunum, jólabingói og smákökubakstri. Hér er hægt að skoða myndir frá þessum viðburðum.

Happadrætti styrktarfélagsins hættir

Stjórn Áss styrktarfélags tók þá ákvörðun fyrr á þessu ári að hætta með árlegt happdrætti félagsins. Ástæðan er fyrst og fremst sú að tekjurnar af því hafa dregist saman ár frá ári. Horft er til þess að þróa aðrar fjáröflunarleiðir sem verða kynntar á næsta ári. Happdrættið á sér langa sögu með félaginu og var … Read more

Kópavogsbraut 5a

Um áramótin verða þáttaskil hjá íbúum að Kópavogsbraut 5a og félaginu þegar Kópavogsbær tekur við rekstri búsetunnar þar. Félagið hefur frá 1. nóvember 2013 rekið heimilið. Frá upphafi þess reksturs hefur félagið barist fyrir því að byggt verði fyrir íbúa sambærilegt húsnæði og best þykir í dag. Nú í nóvember 2019 náðist loks samkomulag milli … Read more

Lokað í dag, frá kl 13.00, vegna veðurs

Vegna utankomandi aðstæðna, veðurs og akstursþjónustu, verða vinnustaðir félagsins í Ögurhvarfi og Stjörnugróf lokaðir frá kl. 13.00 í dag. Við reiknum með að allir sem mæta til vinnu þennan morgun verði komnir heim fyrir kl. 14.00.

Miðvikudagurinn 11.desember

Veðurútlitið er þannig að spáð er 18-20 m.sek. Ekki er úrkoma í kortunum fyrir fyrramálið. Í ljósi þessa reiknum við með að starfsemi Ás vinnustofu og í Stjörnugróf verði með eðlilegum hætti. Þó ber að geta þess að Strætó bs hefur gefið út að þeir búist við töfum á akstri í fyrramálið. Við hvetjum ykkur … Read more

Eldvarnir á aðventunni

Á árinu hefur Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gert úttektir á öllu húsnæði félagsins. Endurbætur hafa verið gerðar samkvæmt athugasemdum frá þeim. Þannig eru nú öll heimili sem eru í rekstri á vegum félagsins með brunakerfi tengt öryggisvöktunarfyrirtæki. Í eldri húsunum hafa einnig verið gerðar úrbætur til að komast nær þeim kröfum sem gerðar eru varðandi brunavarnir í … Read more

Jólaupplestur í Bjarkarás

Í aðdraganda jólanna brjóta starfsmenn félagsins vinnudaginn upp með  uppákomum og á föstudag komu starfsmenn í Stjörnugrófinni saman í Bjarkarás til að hlusta á Harald (Halla) lesa Jólin koma eftir Jóhannes úr Kötlum. Hér eru nokkrar myndir frá viðburðinum

Vinnustofa í stafrænni sögugerð á Ítalíu

Dagana 24.-30. nóvember héldu 2 starfsmenn Áss ásamt 2 leiðbeinendum til Ítalíu til þess að taka þátt í samevrópskri vinnustofu í stafrænni sögugerð. Vinnustofuna sóttu 2 fatlaðir einstaklingar frá Íslandi, Finnlandi, Slóveníu, Litháen og Ítalíu, 10 alls auk leiðbeinenda. Fulltrúar Íslands þetta skiptið voru þau Erna Sif Kristbergsdóttir og Valur Alexandersson ásamt Brynjari Hans Lúðvíkssyni … Read more

Smíkó í nýtt húsnæði á alþjóðadegi fatlaðra

Í dag, 3. desember, á alþjóðadegi fatlaðra opnuðum við nýtt húsnæði fyrir Smíkó smíðaverkstæði með formlegum hætti. Með því leggjum við okkar lóð á vogarskálarnar til að gera daginn hátíðlegan. Enn einu sinni stendur félagið fyrir því að bæta aðstöðu fatlaðs fólks.  Við viljum að þjónustunotendur okkar búi við góðar aðstæður hvort sem er á … Read more

Jólamarkaðurinn Ögurhvarfi og jólahúsið á aðventuhátíð Kópavogs

Við erum ánægð með frábæra mætingu til okkar um helgina. Fullt var út úr dyrum í Ögurhvarfi og margir komu við hjá okkur í jólahúsið á aðventuhátíðinni við menningarhúsin í Kópavogi. Á markaðinum og í jólahúsinu vorum við að selja vöru sem er í framleiðslu árið um kring á starfsstöðvum félagsins í Ási vinnustofu, Bjarkarási, … Read more

×
Dekkjaleitarvél
Felguleitarvél

Dekkjaleitarvél

Felguleitarvél