Frelsi til að velja – heimsókn frá Lettlandi

Nú hefur Nord+ verkefnið Frelsi til að velja (e. Freedom of my choice) verið í gangi í rúm tvö ár. Þar er fjallað um ýmis réttindamál fatlaðs fólks í samstarfi við fólk frá Svíþjóð, Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Vegna heimsfaraldursins fóru fundir þátttakenda að miklu leiti fram með fjarfundabúnaði. Í haust skapaðist möguleiki á heimsóknum … Read more

Staðan á sóttvarnaraðgerðum

Í dag tóku gildi nýjar sóttvarnaraðgerðir og höfum við aðlagað starfsemi Áss styrktarfélags að þeim. Í vinnu og virkni verður takmarkaður samgangur milli vinnusvæða og aftur tekin upp sóttvarnarhólf. Það verður takmarkaður samgangur milli Bjarkaráss og Lækjaráss í Stjörnugróf og milli vinnusvæða í Ási vinnustofu. Virknitilboð þar sem blöndun hefur verið milli sóttvarnarhólfa verða endurskoðuð. Grímuskylda verður … Read more

Hrekkjavaka hjá Ási styrktarfélagi

Á föstudaginn gripum tækifærið og settum upp hræðilegar skreytingar og klæddumst hryllilegum búningum í tilefni hrekkjavökunnar í Stjörnugróf og Ási vinnustofu. Skoðið myndirnar hér fyrir neðan

Fræðsluáætlun vetrarins 2021-2022

Þá hefur fræðsluáætlun fyrir starfsmenn félagsins verið sett á netið. Félagið heldur uppi öflugu fræðslustarfi meðal annars við móttöku nýliða ásamt því að standa fyrir endurmenntun af ýmsum toga. Fræðsluáætlunina er hægt að lesa hér

Myndir frá haustmarkaði

Haustmarkaðurinn gekk alveg stórvel og við þökkum kærlega fyrir góðar móttökur. Allt sem hafði verið tekið upp seldist. Hér má sjá myndir frá markaðinum.

Innlit í verslunina Ásar

Verslunin Ásar er staðsett í Ögurhvarfi 6 og við minnum á að allir eru velkomnir í hana milli kl. 09.00 – 15.30 virka daga. Með því að eiga viðskipti við Verslunina Ása tryggið þið að fatlað fólk hafi fjölbreytt verkefni í sinni vinnu. Hér má sjá úrval af því sem er til sölu.

Minnum á haustmarkað

Allir velkomnir á markaðinn við gróðurhúsið við Bjarkarás fimmtudaginn 26.ágúst milli 13.00-15.00. Með því að versla lífrænt ræktað grænmeti og matjurtir tryggið þið að fatlað fólk hafi fjölbreytt verkefni í sinni vinnu.

Haustmarkaður Áss styrktarfélags

Senn líður að uppskeru á því grænmeti og matjurtum sem er ræktað af starfsmönnum félagsins í gróðurhúsinu við Stjörnugróf. Við höfum ákveðið að markaðurinn í ár verði aftur með óhefðbundnu sniði. Við munum, eins og í fyrra, bjóða upp á úrval af lífrænt ræktuðu grænmeti í pokum sem innihalda gulrætur, gulrófur, rauðrófur, grænkál, sellerí, steinselju, … Read more

Sumarið í myndum frá Ási vinnustofu

Starfsmenn í Ási vinnustofu hafa brotið upp á dagleg störf með ýmsu móti í sumar. Hér má sjá myndir frá því þegar skellt var í vettvangsferð í Gerðarsafn, sumargrill og kubb.

×
Dekkjaleitarvél
Felguleitarvél

Dekkjaleitarvél

Felguleitarvél