Pop-up útimarkaður

Við verðum með útimarkað þriðjudaginn 16.júní milli 13.30 og 15.30 í Ögurhvarfi 6. Þar verður selt handverk unnið í Ási vinnustofu, Bjarkarási, Lækjarási og Smíkó og grænmeti úr gróðurhúsinu. Við bjóðum gamlar gersemar en sömuleiðis nýjar vörur sem við höfum gert á síðustu mánuðum. Það má sjá sýnishorn af nýjum vörum hér fyrir neðan. Með … Read more

Snorri Ásgeirsson með yfirlitssýningu í Gerðubergi

Snorri Ásgeirsson listamaður og starfsmaður styrktarfélagsins í rúm 30 ár verður með yfirlitssýningu í Gerðubergi dagana 13. júní til 23. ágúst. Á sýningunni má sjá úrval af verkum síðustu 10 ára en á þessu tímabili hefur list hans þróast og víkkað til muna. Myndheimur Snorra er dulur og næmur eins og hann sjálfur. Þar sjást hulduhólar þar … Read more

Sumarið er komið og við fórum í veiði

Fimmta árið í röð bauð Stangveiðifélag Reykjavíkur og Orkuveitan starfsmönnum í Stjörnugróf í Elliðaárnar og í þetta skiptið bar vel í veiði því það komu 2 silungar á færið. Eins og sést á myndunum þá nutu starfsmenn veiðinnar, veðursins og veitinganna og færum við bestu þakkir fyrir.

Listamenn í Ási

Hjá Ási styrktarfélagi vinnur fólk með margskonar áhugamál og ástríðu. Við viljum varpa ljósi á nokkra starfsmenn sem hafa unnið að listsköpun samhliða störfum hjá félaginu en á síðasta ári voru 8 starfsmenn þátttakendur í Vinnustofu Myndlistaskóla Reykjavíkur. Vinnustofan er sérsniðin að þörfum hvers og eins. Þar er bæði hægt að vinna sjálfstætt undir handleiðslu … Read more

Árgjöld til félagsmanna

Árgjöld ættu nú að birtast félagsmönnum Áss í heimabanka þeirra. Seðlar verða ekki sendir út eins og fyrri ár. Félagið er opið einstaklingum sem stuðla vilja að framgangi allra hagsmunamála skjólstæðinga þess. Fjöldi félagsmanna skiptir máli hvað varðar áhrif Áss vegna aðildar að Öryrkjabandalaginu og Þroskahjálp. Félagsgjaldið var ákveðið af aðalfundi í maí og helst … Read more

Aðalfundur 2020

Aðalfundur félagsins var haldinn þriðjudaginn 26. maí í Ögurhvarfi 6. Þessi 62. aðalfundur var að nokkru leyti með óhefðbundnu sniði vegna covid-19. Samkvæmt lögum félagsins skal halda aðalfund í mars og var boðað til hans þá. Í ljósi aðstæðna var ákveðið að fresta aðalfundinum og boða annan fund þegar afléttingar á samkomubanni tækju gildi. Við … Read more

Guðrún Bergsdóttir með einkasýningu í Safnasafninu

Guðrún Bergsdóttir útsaumslistamaður og starfsmaður Áss til rúmlega 25 ára verður með einkasýningu á verkum sínum í Safnasafninu á Svalbarðaströnd í Eyjafirði í sumar. Sýningin opnar 06.júní og stendur út sumarið. Margrét M. Norðdahl skrifaði grein á vefsíðunni Artzine þar sem hún fjallar um feril Guðrúnar í listsköpun. Þar má skoða myndir af völdum verkum … Read more

Tilslakanir í Vinnu og virkni

Frá og með næstu viku munum við gera enn frekari tilslakanir í sóttvarnarráðstöfunum í Ási vinnustofu, Bjarkarás, Lækjarás og Smíkó. Markmið okkar er áfram að verja þá sem eru í áhættuhópi gegn smiti og jafnframt að koma í veg fyrir útbreiðslu smits meðal starfsfólks Áss. Starfsemin mun færast í eðlilegt horf að mestu leyti en … Read more

Áminning

Við minnum félagsmenn á aðalfund félagsins sem verður haldinn á morgun þriðjudag 26.05. kl 17.00 í Ögurhvarfi 6. Á fundinum verða gildandi tilmæli heilbrigðisráðherra virt. Fundurinn verður haldinn í rými þar sem hægt er að framfylgja bæði 2 metra fjarlægðarreglu og að hámarki munu 50 manns koma saman. Ef fjöldi fundagesta fer yfir 50 manns … Read more

Hvað gerðist eftir 04.maí ?

Fyrstu dagarnir í vinnu og virkni starfsstöðvum í Ási vinnustofu, Bjarkarás, Lækjarás og Smíkó hafa gengið vel. Öllum starfsmannahópnum er skipt upp í smærri aðskilda sóttvarnarhópa og markvisst unnið með að 2ja metra fjarlægð og grundvallarreglur varðandi handþvott og hreinlæti séu virtar. Starfsmenn félagsins hafa tekið breyttum aðstæðum með æðruleysi og staðið sig mjög vel … Read more

×
Dekkjaleitarvél
Felguleitarvél

Dekkjaleitarvél

Felguleitarvél