Fréttir úr gróðurhúsinu

Starfsmenn gróðurhússins við Bjarkarás í Stjörnugróf hafa haft í nógu að snúast seinustu misserin. Þar fer fram lífræn ræktun (með vottun frá Túni) og undanfarið hefur uppskeran gefið vel af gúrkum og tómötum. Í ár ræktum við 3 tegundir af gúrkum; þær venjulegu, stuttar og snakk gúrkur sem gott er að súrsa. Við ræktum sömuleiðis … Read more

Fréttir úr vinnu og virkni

Þessa dagana er verið að senda starfsmönnum úthlutanir í vinnu- og virknihópa á seinni hluta ársins. Valið fór fram í maí og bárust um 160 umsóknir en 230 manns starfa í Vinnu og virkni. Þessi tilboð eru viðbót við aðra dagskrá starfsmanna. Þeim er ætlað að auka fjölbreytni í verkefnum og er reynt að bjóða … Read more

Árgjald til félagsmanna

Við þökkum góðar undirtektir við greiðslu árgjalda sem hafa verið send í heimabanka félagsmanna. Seðlar verða ekki sendir út eins og fyrri ár. Félagið er opið einstaklingum sem stuðla vilja að framgangi allra hagsmunamála skjólstæðinga þess. Fjöldi félagsmanna skiptir máli hvað varðar áhrif Áss vegna aðildar að Öryrkjabandalaginu og Þroskahjálp. Félagsgjaldið var ákveðið af aðalfundi … Read more

Gleðilegan þjóðhátíðardag

Í dag er þjóðhátíð. Við höldum upp á stofnhátíð lýðveldisins á afmælisdegi Jóns Sigurðssonar sem fæddist 1811 þann 17.júní. Í dag er lokað á starfsstöðvum Áss í Vinnu og virkni.

Myndir frá pop-up markaði

Þrátt fyrir smá rigningu þá fengum við frábærar viðtökur og þvílíkur fjöldi fólks sem heimsóttu pop-up útimarkaðinn okkar í Ögurhvarfi. Takk fyrir að koma og versla vörur – það skiptir máli því með því tryggið þið að fatlað fólk hafi fjölbreytt verkefni í sinni vinnu. Hér eru nokkrar myndir frá markaðnum.

Heilsuvika og veiði í Stjörnugróf

Fyrstu vikuna í júní var heilsuvika hjá starfsmönnum vinnu og virkni í Stjörnugróf. Þá var hefðbundinn vinnudagur brotinn upp með einhverri heilsusamlegri hreyfingu en þar kenndi ýmissa grasa eins og myndirnar bera með sér. Það var keppt í kubb og boccia, starfsmenn fóru í nátturubingó í gögnuferðum í nærumhverfi Stjörnugrófar og héldu ball. Föstudaginn 04.júní … Read more

Vörur á pop-up markaði

Hér eru nokkrar myndir af nýjum vörum sem verða til sölu á útimarkaðnum á morgun. Allir velkomnir og við minnum á að með því að versla á útimarkaði Áss tryggið þið að fatlað fólk hafi fjölbreytt verkefni í sinni vinnu – allir velkomnir.

Pop-up markaður í Ögurhvarfi

Fimmtudaginn 10.júní milli 13.00 og 15.30 verður útimarkaður við Ögurhvarf 6. Þar verður selt handverk unnið í Ási vinnustofu, Bjarkarási, Lækjarási og Smíkó og grænmeti úr gróðurhúsinu. Við bjóðum gamlar gersemar en sömuleiðis nýjar vörur sem við höfum gert á síðustu mánuðum. Með þvi að versla á útimarkaði Áss tryggið þið að fólk með fötlun … Read more

×
Dekkjaleitarvél
Felguleitarvél

Dekkjaleitarvél

Felguleitarvél