Staðan á sóttvarnaraðgerðum

Á þriðjudag (25.maí) tóku gildi nýjar sóttvarnarreglur sem gilda til 16.júní. Hámarksfjöldi einstaklinga sem má koma saman í einu rými eru 150. Sóttvarnarhólfin sem við höfum haldið í starfsemi vinnustaða félagsins hafa stækkað en ákveðið var að aðskilja áfram Bjarkarás og Lækjarás sem sitthvort sóttvarnarhólfið. Grímuskylda er enn óbreytt á vinnustöðum félagsins þar sem ekki er hægt … Read more

Aðalfundur 2021

63. aðalfundur félagsins var haldinn miðvikudaginn 19. maí í Ögurhvarfi 6. Enn komu sóttvarnarráðstafanir vegna heimsfaraldursins Covid-19 í veg fyrir að aðalfundur væri haldinn í mars. Eftir að samkomutakmarkanir voru rýmkaðar var ákveðið að halda fund en jafnframt bjóða upp á streymi í gegnum fjarfundarforritið Zoom sem gafst vel og fundargestir nýttu sér. Við undirbúning var … Read more

Fjarfundartengill á aðalfund

Aðalfundur félagsins verður haldinn í Ögurhvarfi miðvikudaginn 19.maí kl 17.00. Eins og fram hefur komið eru félagsmenn velkomnir á staðinn en hafa sömuleiðis möguleika á því að tengjast inn á fundinn í gegnum Zoom með því að ýta á þennan hlekk. Ef tæknileg vandræði koma upp er velkomið að senda tölvupóst á tora@styrktarfelag.is 

Frelsi til að velja – ráðstefna á netinu

Eins og áður hefur komið fram tekur Ás þátt í Nord+ verkefninu Frelsi til að velja eða Freedom of my choice. Samstarfsaðilar okkar eru Jaunuoliu Dienos Centras í Litháen, Foundation Maarja Village í Eistlandi, Jelgava Local Municipality í Lettlandi og Sensus/Medis 5 í Svíþjóð. Íslenski hópurinn er skipaður af 7 manns sem hafa átt margar … Read more

Áminning – aðalfundur félagsins

Við minnum félagsmenn á aðalfund félagsins sem verður haldinn á miðvikudaginn 19.maí kl 17.00 í Ögurhvarfi 6. Á fundinum verða gildandi tilmæli heilbrigðisráðherra virt. Fundurinn verður haldinn í rými þar sem þægilegt er að framfylgja 2 metra fjarlægðarreglu. Ef sóttvarnarreglur bjóða ekki upp á fundarhald verður fundurinn haldinn rafrænt.

Fréttir úr vinnu og virkni

Þrátt fyrir stórfurðulegt starfsumhverfi síðustu mánuði höfum við reynt að halda úti fjölbreyttri dagskrá í vinnu og virknihópum. Virknihóparnir hafa ekki endilega verið eins og lagt var upp með í byrjun en hver er að hugsa um það? Flestir þiggja glaðir þá tilbreytingu sem býðst þessi misserin. Bókmenntahópur hefur hist vikulega á netinu frá janúar … Read more

Gleðilegt sumar og fréttir úr gróðurhúsinu

Á morgun 22. apríl er sumardagurinn fyrsti, þá er við hæfi að óska öllum gleðilegs sumars – vinnustaðir félagsins verða lokaðir en opna aftur á föstudag. Úr gróðurhúsinu er það að frétta að fyrsta uppskera sumarsins af gúrkum hefur litið dagsins ljós. Búið er að planta öllum tómatplöntum (kokteiltómötum, plöntutómötum og stórum tómötum) nú er … Read more

Myndir úr verslun og páskakveðjur

Ás styrktarfélag óskar öllum gleðilegra páska. Ef ekki hefði komið til hertra sóttvarnaraðgerða í síðustu viku þá hefðum við hvatt ykkur til að koma við í versluninni Ásar til að versla páskavörur og um leið styðja við að fólk með fötlun hafi fjölbreytt verkefni í sinni vinnu. Í staðinn bjóðum við upp á myndir af vörum sem við höfum … Read more

Hertar sóttvarnaraðgerðir í Vinnu og virkni – tímabundin lokun

Á miðnætti ganga í  gildi hertari reglur varðandi samkomur fólks til að hefta útbreiðslu Covid-19. Þau atriði sem varða okkur hvað mest er samkomubannið sem kveður á um að ekki megi fleiri en 10 manns koma saman í einu. Við munum því þurfa að endurskipuleggja starfsemina í samræmi við þessar reglur. Forstöðumenn í Vinnu og … Read more

Ás styrktarfélag á afmæli í dag

Í dag eru 63 ár frá því að Ás styrktarfélag var stofnað. Á stofnfund félagsins mættu 200 manns sem samþykktu að félagið yrði stofnað með það að markmiði að fræða almenning og eitt af fyrstu verkefnum félagsins var stofnun dagvistunar fyrir börn sem var fyrsti vísirinn að Lyngás. Frekari upplýsingar um sögu félagsins má finna með því … Read more

×
Dekkjaleitarvél
Felguleitarvél

Dekkjaleitarvél

Felguleitarvél