Frestun aðalfundar fram til 19.maí

Stjórn félagsins hefur ákveðið að fresta aðalfundi félagsins sem fyrirhugaður var fimmtudaginn 25.mars vegna gildandi takmarkana á samkomum. Nýr fundartími er miðvikudagur 19. Maí. Fundurinn hefst kl. 17.00 og verður haldinn í Ögurhvarfi 6

Smiðjan í Ási vinnustofu

Á svæði tvö í Ási vinnustofu er boðið upp á fjölbreytt skapandi starf en þar er til húsa kertagerð og smiðja. Í smiðjunni er unnið í leir, mósaík, myndlist og ýmsu fleira en hér má sjá nokkrar myndir sem hafa verið teknar á síðustu dögum af því starfi sem þar fer fram. Mikið að því sem er … Read more

Öskudagurinn í Vinnu og virkni

Hér er hægt að skoða myndir sem við tókum í gær – þar sem sumir mættu með hattinn en aðrir í búning og allir í stuði. Myndirnar eru birtar í engri sérstakri röð, annars vegar úr Bjarkarás og Lækjarás í Stjörnugróf og hins vegar frá Ási vinnustofu.

Gjöf frá Oddfellow stúku númer 18, Ari fróði

Oddfellow stúka númer 18, Ari fróði, I.O.O.F. gaf í lok árs 2020 tæki í Stjörnugróf sem munu nýtast starfsmönnum Bjarkaráss og Lækjaráss vel bæði í vinnu og virkni. Gjöfin var veitt úr sjóði stúkunnar sem áður hefur gefið góðar gjafir meðal annars til Lyngáss. Oddfellow stúkan færði félaginu 4 Ipada, 4 JBL hátalara, 2 Ipad standa og … Read more

Gjöf frá Lions klúbbnum Ægir

Lionsklúbburinn Ægir gaf Ási styrktarfélagi baðlyftur í Bjarkarás vorið 2020. Klúbburinn gaf árið 2018 rausanlega gjöf í tilefni 60 ára afmælis félagsins sem hægt er að lesa um hér og áður hefur klúbburinn verið félaginu hliðhollur. Lionsklúbburin Ægir var stofnaður í Reykjavík 6. mars 1957 og fagnar því sextugsafmæli árið 2017 en á sama ári verður Lions-hreyfingin … Read more

Frelsi til að velja – ráðstefna á netinu

Ás styrktarfélag tekur þátt í Nord+ verkefninu Frelsi til að velja eða Freedom of my choice eins og áður hefur verið sagt frá. Covid 19 hefur haft mikil áhrif á þetta verkefni eins og svo margt annð. Í janúar átti að vera fundur í Stokkhólmi. Þar sem ferðalög milli landa eru ekki í kortunum þessi … Read more

Virknihópar á nýju ári

Virknihópar í Vinnu og virkni fara einn af öðrum af stað á nýju ári. Sökum samkomutakmarkana þá höfum við þurft að bíða með summa, fella aðra niður eða breyta fyrirkomulagi þannig að færri komist að. Það er gaman að segja frá því að við höfum líka séð tækifæri til að nýta tæknina og með fréttinni … Read more

Þorrinn á næsta leiti

Við viljum byrja fyrstu frétt ársins á því að þakka kærlega fyrir viðtökurnar við lengdum opnunartíma í versluninni Ásum í Ögurhvarfi fyrir jólin. Við höfum tekið jólin niður og erum tilbúin í þorrann eins og sjá má af myndum úr versluninni. Bóndadagurinn er á föstudag og við hvetjum alla til að koma, versla vörur og gleðja … Read more

×
Dekkjaleitarvél
Felguleitarvél

Dekkjaleitarvél

Felguleitarvél