Staðan á sóttvarnaraðgerðum

Í dag tóku gildi nýjar sóttvarnaraðgerðir og höfum við aðlagað starfsemi Áss styrktarfélags að þeim.

Í vinnu og virkni verður takmarkaður samgangur milli vinnusvæða og aftur tekin upp sóttvarnarhólf. Það verður takmarkaður samgangur milli Bjarkaráss og Lækjaráss í Stjörnugróf og milli vinnusvæða í Ási vinnustofu.

Virknitilboð þar sem blöndun hefur verið milli sóttvarnarhólfa verða endurskoðuð.

Grímuskylda verður aftur tekin upp og 1 metra fjarlægðartakmarkanir.

Við hvetjum alla til að gæta vel að persónubundum sóttvörnum og vonumst til að þetta standi ekki lengi yfir.

×
Dekkjaleitarvél
Felguleitarvél

Dekkjaleitarvél

Felguleitarvél